Forsíða
Velkomin á Wikipediu,
frjálsa alfræðiritið sem allir geta unnið að.
61.041 greinar á íslensku.
Mannkynssaga
Mannkynssaga er saga mannkyns sem hefst á fornsteinöld, en jarðsaga er saga jarðarinnar, þar á meðal saga lífs áður en maðurinn kom til. Sá tími sem engar ritheimildir eru til um er kallaður forsögulegur tími en með skrift og rituðum heimildum hefst sögulegur tími. Forsögulegur tími hefst á fornsteinöld en upphaf nýsteinaldar markast af landbúnaðarbyltingunni (milli 8000 og 5000 f.o.t.) í frjósama hálfmánanum. Á bronsöld þróuðust stór menningarríki sem eru kölluð vagga siðmenningar: Mesópótamía, Egyptaland hið forna og Indusdalsmenningin.
Hefðbundin sagnaritun skiptir sögu ólíkra heimshluta í ólík tímabil. Til dæmis er algengt að notast við konungsættir til að afmarka söguleg tímabil eins og gert er í sögu Kína. Í mörgum heimshlutum eru til einhvers konar „klassísk“ tímabil, „miðtímabil“ og „nútími“, en þessi tímabil ná gjarnan yfir ólík tímaskeið. Í sögu Indlands nær til dæmis „klassíska“ tímabilið frá 230 f.o.t. til 1200 e.o.t., „miðtímabil“ frá 1200 til um 1600 og nýöld frá 1600 til okkar daga. Í sögu Ameríku nær „klassíska“ tímabilið frá 200 til 900 þegar Majar mynduðu stór menningarríki, en tímabilið frá 900 til upphafs landvinningatímans 1519 er kallað „síðklassíska“ tímabilið. Í samtímanum tvinnast saga ólíkra heimshluta saman vegna hnattvæðingarinnar.
Vissir þú...

- … að enski leikarinn Michael Caine heitir réttu nafni Maurice Micklewhite?
- … að þögla kvikmyndin Nosferatu (sjá mynd) var byggð á skáldsögunni Drakúla en nöfnum allra persónanna var breytt þar sem ekki tókst að fá leyfi höfundarréttarhafa fyrir kvikmyndinni?
- … að Kína er helsti framleiðandi vatnsmelóna í heiminum, með 64% af heildarframleiðslunni?
- … að fyrsta sjóorrusta seinni heimsstyrjaldarinnar var á milli Breta og Þjóðverja í óshólmum Río de la Plata í Suður-Ameríku árið 1939?
Fréttir

- 3. janúar: Bandaríkin gera loftárásir á Venesúela. Forseti landsins, Nicolás Maduro (sjá mynd), er handsamaður og fluttur til New York.
- 26. desember: Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands, fyrst ríkja.
- 14. desember: José Antonio Kast er kjörinn forseti Síle.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas
Nýleg andlát: Sturla Böðvarsson (10. janúar) • Magnús Eiríksson (9. janúar) • Guðmundur Oddur Magnússon (3. janúar) • Khaleda Zia (30. desember) • Brigitte Bardot (28. desember)
12. janúar
- 2005 - Könnunarfarinu Deep Impact var skotið á loft frá Canaveral-höfða.
- 2007 - Bygging tónlistarhússins Hörpu hófst formlega.
- 2010 - Jarðskjálfti lagði mikinn hluta Haítí í rúst. Talið er að um 230.000 manns hafi látist.
- 2012 - Mótmælin í Rúmeníu 2011: Átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu.
- 2013 - Alþýðufylkingin stofnuð í Reykjavík.
- 2015 - Cristiano Ronaldo hlaut Gullknöttinn annað árið í röð.
- 2016 - 10 létust og 15 særðust í sprengjuárás við Bláu moskuna í Istanbúl.
- 2020 – Taal-fjall á Filippseyjum gaus.
- 2023 - Heimsmeistaramótið í handknattleik karla 2023 var haldið í Póllandi og Svíþjóð.
Systurverkefni
|
|