… á mánudagskvöldum! Six Feet Under var að byrja aftur í kvöld. Vá hvað ég er búin að sakna þessara þátta! Og greinilega tengdó líka því að þegar hún kom niður til að leika við Karítas í dag þá minntist hún einmitt á þetta að hún væri rosalega ánægð að þessir þættir væru loksins að byrja aftur. Og sem betur fer, því að annars hefði ég örugglega gleymt því að horfa á þáttinn í kvöld.
Er búin að vera að sauma aðeins í dag og er alveg að verða búin með þennan jólavettling. Byrjaði á honum á laugardaginn og þetta bara skotgengur, enda fljótsaumað.
Á morgun er 6 vikna skoðun hjá Karítas. Ég hlakka til að sjá hvað hún er búin að þyngjast og lengjast mikið því að mér finnst ég heyra barnið stækka í fanginu á mér. Er búin að vera að reyna að finna pásu-takkann á henni, en hún virðist ekki vera með einn slíkan. Jæja, ætli hún verði þá ekki bara að fá að stækka í friði.
En ég er farin að reyna að klára jólavettlinginn. Svo ætlum við Mio að horfa á Batman Begins! Woohoo!






